1. deild karla

Stöðutafla
leikirsigrjafnttöp+/-stig
1Fjölnir
22
13
4
5
14
43
2Víkingur R.
22
12
6
4
28
42
3Haukar
22
12
6
4
20
42
4Grindavík
22
13
3
6
19
42
5BÍ/Bolungarvík
22
13
1
8
8
40
6KA
22
9
5
8
7
32
7Leiknir R.
22
9
5
8
5
32
8Selfoss
22
8
3
11
6
27
9Tindastóll
22
6
7
9
-11
25
10Þróttur R.
22
7
2
13
-10
23
11KF
22
5
6
11
-16
21
12Völsungur
22
0
2
20
-70
2

Sjá nánar á KSÍ.is

Pepsi deild kvenna

Stöðutafla
leikirsigrjafnttöp+/-stig
1Stjarnan
18
18
0
0
63
54
2Valur
18
12
3
3
33
39
3ÍBV
18
12
1
5
18
37
4Þór/KA
18
8
6
4
14
30
5Breiðablik
18
9
2
7
6
29
6Selfoss
18
6
3
9
-14
21
7FH
18
4
5
9
-9
17
8Afturelding
18
4
2
12
-28
14
9HK/Víkingur
18
4
2
12
-32
14
10Þróttur R.
18
1
0
17
-51
3

Sjá nánar á KSÍ.is

Leikir og úrslit

Selfoss - Leikjaplan

Sjá alla leiki

cartes de visite

4 – Agnar Bragi Magnússon

Nafn: Agnar Bragi Magnússon

Oftast kallaður: Bragi

Staða: Miðvörður

Fæðingadagur:03.02.1987

KSÍ profile

Selfoss og Fylkir hafa þó nokkuð oft horft á eftir góðum leikmönnum til hvors annars, Ómar Vald og Sævar Gísla spiluðu hjá Fylki við mjög góðan orðstý í kringum steinöld og seinna fór Jói markmaður einnig í Fylki .

Undanfarin ár hefur þessi þróun þó aðeins verið að snúast við, sérstaklega eftir að strákarnir skiluðu sér allir aftur heim. Ásgeir Börkur einn besti leikmaður úrvalsdeildar 2009 var á láni hjá okkur og reyndist mikill liðsstyrkur og um svipað leiti fengum við einnig Agnar Braga til lið við Selfoss frá nágrönnum okkar úr Árbænum. Hann var í upphafi notaður sem vinstri bakvörður en fljótlega færður í stöðu miðvarðar þar sem hann hefur tekið stórstígum framförum og er orðinn algjör lykilmaður í liði Selfoss.

Árið 2008 sem Zoran stýrði liðinu var Dusan Ivkovic var valin í Úrvalslið 1.deildar eftir frábært tímabil. Þegar ljóst var að hann færi var  Gunnlaugur Jónsson fengin til að þjálfa og mikið til fylla skarðið sem Dusan skildi eftir sig í vörninni.

Þegar langt var liðið á tímabilið 2009 voru allir búnir að gleyma Dusan nema kannski þeir sem eru með hann á Facebook og Gulli Jóns komst varla í liðið sem hann þó valdi sjálfur, Agnar Bragi ásamt Stefáni Ragnari sá alveg um miðvarðarstöðuna og skipa þeir nú eitt efnilegasta miðvarðapar landsins.

Eftir frábært tímabil með Selfoss árið 2009 var augljóslega mikill áhugi hjá öðrum félögum á að næla í Braga og líklega óttuðust margir að hann sneri aftur heim í Fylki sem er að byggja upp ungt og skemmtilegt lið. Það fór þó sem betur fer ekki svo og skrifaði Bragi undir nýjan samning við Selfoss í haust og hyggst taka þátt í verkefni næsta (og næstu) sumars að fullum krafti.

Að lokum má til gamans geta þess að Agnar Bragi er umboðsmaður og sálfræðingur Sindra vinar síns sem einnig leikur með Selfoss.