1. deild karla

Stöðutafla
leikirsigrjafnttöp+/-stig
1Leiknir R.
19
12
5
2
19
41
2ÍA
19
13
0
6
22
39
3Víkingur Ó.
19
10
2
7
3
32
4Þróttur R.
19
9
4
6
6
31
5HK
19
8
5
6
5
29
6KA
19
7
6
6
10
27
7Grindavík
19
7
5
7
6
26
8Haukar
19
7
4
8
2
25
9Selfoss
19
7
4
8
-4
25
10BÍ/Bolungarvík
19
7
3
9
-9
24
11KV
19
5
3
11
-11
18
12Tindastóll
19
0
3
16
-49
3

Sjá nánar á KSÍ.is

Pepsi deild kvenna

Stöðutafla
leikirsigrjafnttöp+/-stig
1Stjarnan
14
12
1
1
40
37
2Breiðablik
14
10
1
3
29
31
3Fylkir
15
9
2
4
5
29
4Þór/KA
14
8
3
3
2
27
5Selfoss
14
7
2
5
8
23
6Valur
15
6
4
5
4
22
7ÍBV
14
6
0
8
7
18
8FH
14
2
3
9
-37
9
9Afturelding
14
2
1
11
-32
7
10ÍA
14
0
1
13
-26
1

Sjá nánar á KSÍ.is

Leikir og úrslit

Selfoss - Leikjaplan

Sjá alla leiki

cartes de visite

Um stuðningsmenn, jákvætt og neikvætt.

21. júlí ´12 | Máser | athugasemdir
Fréttir-mfl. karla

Það hefur lengi viljað loða við Selfossvöll að háværustu köllin á meðan leik stendur er beint að dómaragarminum sem var svo heppinn að koma austur fyrir fjall.Árið 2007 örlaði á örlítilli breytingu þar á  þegar fyrsti vísirinn að stuðningsmannahóp varð til.

Sá hópur samanstóð að mestu af leikmönnum og stjórnarmönnum Knattspyrnufélags Árborgar sem höfðu fyrr um sumarið skemmt sér við að syngja á leikjum í 3. deildinni hjá Árborg, hluti af þeim hóp fylgdi með norður á Grenivík í lokaleikinn þegar við loksins komumst upp úr 2. deildinni og sungu þar svo glumdi í fjöllunum í kring.

Árið eftir var gert enn betur og Skjálfti sjálfur varð til, Selfossvöllur varð gryfja þar sem liðið var öskrað áfram af dugmiklum hóp sem fylgdi liðinu í flest alla útileiki og stemmningin í kringum liðið orðin þvílík að eftir var tekið um allt land. Ólafsvíkingum fannst þetta reyndar fullmikið og kvörtuðu sáran undan Skjálfta. En þarna var í fyrsta sinn í sögu Selfoss orðin til kjarni af strákum sem mættu á leiki, sungu og voru með læti og studdu við liðið með öllum ráðum.

Það er hinsvegar gömul saga og ný að í svona hópum þarf alltaf að vera regluleg endurnýjun og þegar upprunalegu meðlimir Skjálfta fóru að týnast úr hópnum vantaði alvöru leiðtoga og því hefur Skjálfti verið upp og ofan, frábær þegar hann mætir en ansi oft fjarverandi. Við hin sem ekki tókum þátt í Skjálfta vorum himinlifandi með hann. Við gátum tekið þátt í því að klappa á réttum stöðum og standa upp þegar um var beðið, en að við færum að taka af skarið og starta einhverju öðru en snyrtilega samansetri ræðu um vanhæfni dómarans og foreldra hans til undaneldis var til of mikils mælst.

Nú þegar Skjálfti hefur verið í hálfgerðum dvala höfum við dottið í þennan “gamla góða gír.” Mistökin eru elt uppi, menn skammaðir fyrir að senda ekki boltann fyrr, menn skammaðir fyrir að hafa fæðst í öðru landi, þjálfarinn fyrir að gera ekki “réttu” skiptingarnar eða stilla liðinu “rétt” upp og dómarinn umfram allt hakkaður í spað fyrir að skilja ekki leikinn, ólíkt þessum lífsreyndu stúkuspekingunum okkar.

Nú hins vegar erum við komin að mergi málsins. Hvað er uppbyggileg gagnrýni og hvað ekki? Sumir virðast halda að best sé að taka Norður-Kóreu leiðina, sjá ekkert slæmt, við verið betri í flestum leikjunum en bland af reynsluleysi, óheppni og lélegri ákvarðanatöku okkar manna og dómaranna hafa spillt fyrir því sem annars ætti að vera fullkomið sumar. Aðrir fara gjörsamlega í hina áttina. Það vantar hjarta í liðið, helvítis útlendingarnir hafa engan áhuga á að spila fyrir liðið, leikmenn eru latir, Logi og Auðun risaeðlur sem skilja ekki nútímafótbolta og best væri að reka alla og byrja aftur á núllpunkti og þá helst með þjálfara sem skilur taktík og kann að leggja upp leikina.

Mitt mat eftir 11 umferðir í deild þar sem síðasti leikur vannst 21. maí er að við höfum ekki verið nógu góðir langt því frá verið “inni” í leikjum á móti flestum liðunum. Vissulega var það ósanngjarnt að tapa á móti Fylki og við áttum svo sannarlega að klára Grindavík en þar með er “óheppnin” upptalin. Hinum leikjunum höfum við tapað nokkuð sannfærandi þó engum jafnsannfærandi og gegn ÍA á mánudaginn var. Sá leikur var djöfullega lélegur og er akkúrat ekkert að því að taka það fram aftur.

Það er ekki dauði og djöfull framundan en ekki hefur framistaðan undanfarið verið eitthvað til að draga menn á völlinn.  Hvur ástæðan fyrir slæmu gengi undanfarið er get ég ekki sagt til um en ég þykist þó vita eitt. Lausnin er ekki fólgin í því að leika einhverja Pollýönnu og þykjast vera gífurlega sáttur með spilamennskuna og að við höfum sko sýnt að við getum staðið í þessum stóru liðum. Lausnin er ekki heldur fólgín í því að standa í stúkunni og öskra menn niður í svaðið fyrir vitlausar ákvarðanir, skiptingar eða léleg skot. VIð þurfum að fara bil beggja. Láta þessa fjandans fyrstu umferð sem er nánast kopípeist af 2010 vera lexían sem þarf. Menn vita það allir sem einn að þetta lið er mun betra en úrslitin í júní og júlí segja til um. Menn verða líka að gera sér grein fyrir því að það er engin hafin yfir gagnrýni þegar kemur að spilamennsku og menn þurfa að geta tekið henni og unnið úr því.

Keyrum okkur í gang í seinni 11 leikjunum. Sýnum að “gífuryrðin” sem við áttum að spara voru ekki innistæðulaus og rífum stemminguna í gang, á vellinum og í stúkunni.

Athugasemdir

 1. Dannikalli segir:

  gæti ekki verið meira sammála

  Thumb up 0

 2. Þór segir:

  Sammála flestu þarna.
  Mín skoðun er sú að vænlegasta leiðin til að liðið nái að halda sér uppi sé að skipta um þjálfara.
  Og drífa í því sem fyrst.

  Thumb up 5

 3. auðun dan. segir:

  Veit ekki hvaða þjálfari ætti að koma í staðinn en Logi og Auðun hljóta að vera skoða hvað þeir sjálfir geta gert betur og vonandi eru þeir óhræddir við að prófa eitthvað nýtt. Aftur á móti þá verða menn bara láta sem svo að nýtt mót sé að byrja og byrja þannig upp á nýtt menn verða að mæta ferskir og gleyma því sem orðið er.
  Ég er sannfærður um að við erum með lið sem ætti að vera um miðja deild miðað við hæfileika. Vonandi að leikmenn vinni aðeins í kollinum á sér og gefi sig af fullu í það sem eftir er. Því þegar liðið er með sjálfstraustið í botni kemur sú flotta spilamennska sem liðið sýndi í fyrstu umferðunum.
  Koma svo áfram Selfoss.

  Thumb up 0

 4. Máser segir:

  Eitt sem ég gleymdi að koma inn á með samanburð við árið 2010. Árið 2010 vorum við með á milli 6 og 10 heimamenn í byrjunarliði hjá okkur í hverjum leik, þá var eins og við stuðningsmennirnir vorum tilbúnir í að gefa liðinu aðeins meiri tíma. Núna þegar við erum með á bilinu 1-4 í liðinu í hverjum leik þá er þolinmæðin töluvert minni og væntingarnar fyrir mót töluvert meiri. Ég sjálfur sagðist fyrir 2010 vera tilbúin að fara upp á heimamönnum og niður á heimamönnum. Nú erum við með lið sem á EKKI að vera í 11. sæti með 13 skoruð mörk og 24 fengin á sig. Það er ekki ásættanlegt með þetta lið að spila í næstum tvo mánuði í deild án þess að vinna leik. Ég hef ofurtrú á því að liðið bjargi sér og eins og Auðun segir hér að ofan. Lítum á seinni umferðina eins og nýtt mót með nýjum áskorunum.

  Thumb up 1