1. deild karla

Stöðutafla
leikirsigrjafnttöp+/-stig
1Leiknir R.
18
12
4
2
19
40
2ÍA
18
12
0
6
21
36
3Víkingur Ó.
18
10
1
7
3
31
4HK
18
8
5
5
6
29
5Þróttur R.
18
8
4
6
2
28
6KA
18
7
5
6
10
26
7Haukar
18
7
3
8
2
24
8BÍ/Bolungarvík
18
7
3
8
-8
24
9Grindavík
18
6
5
7
5
23
10Selfoss
18
6
4
8
-6
22
11KV
18
5
3
10
-9
18
12Tindastóll
18
0
3
15
-45
3

Sjá nánar á KSÍ.is

Pepsi deild kvenna

Stöðutafla
leikirsigrjafnttöp+/-stig
1Stjarnan
14
12
1
1
40
37
2Breiðablik
14
10
1
3
29
31
3Þór/KA
14
8
3
3
2
27
4Fylkir
14
8
2
4
3
26
5Selfoss
14
7
2
5
8
23
6Valur
14
6
4
4
6
22
7ÍBV
14
6
0
8
7
18
8FH
14
2
3
9
-37
9
9Afturelding
14
2
1
11
-32
7
10ÍA
14
0
1
13
-26
1

Sjá nánar á KSÍ.is

Leikir og úrslit

Selfoss - Leikjaplan

Sjá alla leiki

cartes de visite

Stjarnan – Selfoss Pepsídeild kvk

09. júlí ´12 | Anton | athugasemdir
Fréttir-mfl. kvenna-Upphitun

Leikur við Stjörnuna á teppinu í Garðabæ kl. 19.15 ,  þriðjudag.

Þá er síðasti leikur fyrri helming Pepsídeildar framundan og verkefnið nokkuð sögulegt fyrir okkar stelpur. Andstæðingurinn er að þessu sinni ríkjandi Íslandsmeistarar og sitja í 3.sæti á markatölu. Markt má finna merkilegt í Garðabænum og spilar Stjarnan og æfir á gervigrasi(Samsung-völlurinn) allt árið og stuðningsmannaliðið er kennt við fínasta borðbúnað, „Silfurskeiðin“.  Kvennalið Stjörnunnar kann ekki síður að spila knattspyrnu en strákarnir og ætla sér ekkert annað en vinna þann stóra aftur en þær urðu meirstarar í fyrra í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þjálfari þeirra er Þorlákur Árnason og honum til aðstoðar er Jóhann Sveinbjörnsson.

Stjarnan tók þátt í Ísl.móti fyrst 1973 og var með í mótinu til ´76 og tóku þá pásu. 1984 mættu þær aftur til leiks samhliða Selfossi í riðli til ´86 en fóru þá upp í efstu deild. 1989 féllu þær úr efstu deild og ´91-´93 tóku þær seinni pásuna sína frá þátttöku og komu aftur inn ´94 en þá var aðeins ein deild og Stjarnan því sjálfkrafa í efstu deild og hafa verið þar síðan. Í fyrra náðu þær bláklæddu svo því sem öll liðin stefna að þ.e. Íslandsmeistaratitlinum. Deildarfyrirkomulag í kvannasknattspyrnunni hefur ráðist nokkuð af þátttöku liða en síðan árið 2000 hefur haldist næg þátttaka fyrir fleiri en eina deild sem og fjöldi kvennaliða með mfl. alltaf að aukast sem er vel.

Heimasíða félagsins er www.stjarnan.is en svo er knattspyrnuhluti félagsins líka með www.fcstjarnan.is.

Liðin hafa mæst 6 sinnum áður í gömlu 2.deildinni (nú 1.deild) á árunum 84-´86. Þar hafði Sjarnan 4 sigra en Selfoss 1 og einu sinni gerðu liðin jafntefli.

Asley Bares öflug í markaskorun.

Gengi Stjörnukvenna hefur verið ágætt en Þorlákur vildi eflaust hafa gert aðeins betur í 2-3 leikjum en þær eru eins og staðan er núna í 3ja sæti (2 stigum frá toppsæti) sem ekki telst ásættanlegt að hálfu ríkjandi Íslandsmeistara. Þeirra helstu leikmenn eru þær fyrstu ellefu sem byrja inn á hverju sinni en vert samt að nefna Arlsey Bears sem var markadrottnig deildarinnar í fyrra með 21 mark og er komin með 4 mörk í ár. Sandra Sigurðardóttir landsliðsmarkvörður er erfið, Gunnhildur Yrsa landsliðkona og fyrirliði Stjörnunnar stjórnar miðjuspilinu og Harpa Þorsteins er með 20 landsleiki á bakinu og 169 leiki í mfl. sem dæmi.  Eyrún Guðmundsdóttir  spilar að líkindum sinn síðasta leik á móti okkur, í bili að minnstakosti, þar sem hún ber barn undir búningi félagsins (www.433.is greinir frá). Ekki má gleima ungliðunum í liði Stjörnunnar en þar eiga Garðbæingar Glódísi  Perlu, Írunni Þorbjörgu og Önnu Maríu Baldurs sem dæmi. Everton leikmaðurinn Daniella Turner verður hinsvegar ekki meira með enda farinn heim eftir útrunnin lánssamning.

 

Selfossliðið er enn í hrókeringum og smá mótun ef svo má segja.  Anna María líklegast ennþá frá en laus við gifsið og betur fór en á horfðist í hennar tilfelli.  Katrín Rúnars er farin með U-16 til Noregs og Íslnad á fyrsta leik í dag, við Finna kl. 12.45 (sjá heimasíðu mótsins).  Thelma og Gumma lítilsháttar meiddar og meiri líkur en minni á að þær veði með. Alls óvíst með Franszisku og Beggu sem hafa átt í strögli með að ná sér góðum. Allar aðrar heilar svo best ég veit og til í baráttuna og gafa allt í leikinn.

Líkleg uppstilling og byrjunarlið.  Hallast að því að það verði stillt upp 4-5-1 núna. Nicole í marki, Íris inni í hafsent með Þóru, Begga og Katrín Ýr í bakvarðarstöðum, Melanie og Eva á köntunum, Kristrún, Thelma og Valorie á miðjunni og svo Gumma frammi. Kannski einhver sem setur spurningarmerki við Katrínu Ýr í bakverði en þar nýtist hennar hraði ekki síður en frammi og hún sýndi góða takta í bakverðinum í síðasta leik.

 

Áhugavert að sjá að Selfoss og Stjarnan eu að skora svipað mikið, Selfoss með 15 mörk og Stjarnan komin með 18. Aðalmunurinn er mörk fengin á sig en þar er Selfoss með örlítið fleiri en Stjarnan. Athygli vekur að Stjanan hefur fengið á sig jafn mörg mörk í siðari hálfleik og þær hafa skorað eða 7 talsins og hafa tapað niður stigum á síðustu mínútum gegn ÍBV og Þór/KA sem dæmi. Bæði Selfoss og Sjarnan hafa aftur á móti skorað 11 af sínum mörkum í fyrri hálfleik og því spurning hvort hann verði fjörugri en sá síðari á þriðjudaginn.

Spá:  Vil spá sigri en held að að það sé full mikil bjartsýni. Hef hinsvegar trú á stelpunum okkar og þær geta vel náð góðum leik á Samsungvellinum og spái 2-2 jafntefli.

Áfram Selfoss        / Anton T.

 

Ps. smá mynd af Katrínu Rúnasdóttur að gefa eiginhandaáritun við komuna til Noregs, ný reynsla.