1. deild karla

Stöðutafla
leikirsigrjafnttöp+/-stig
1Leiknir R.
19
12
5
2
19
41
2ÍA
19
13
0
6
22
39
3Víkingur Ó.
19
10
2
7
3
32
4Þróttur R.
19
9
4
6
6
31
5HK
19
8
5
6
5
29
6KA
19
7
6
6
10
27
7Grindavík
19
7
5
7
6
26
8Haukar
19
7
4
8
2
25
9Selfoss
19
7
4
8
-4
25
10BÍ/Bolungarvík
19
7
3
9
-9
24
11KV
19
5
3
11
-11
18
12Tindastóll
19
0
3
16
-49
3

Sjá nánar á KSÍ.is

Pepsi deild kvenna

Stöðutafla
leikirsigrjafnttöp+/-stig
1Stjarnan
14
12
1
1
40
37
2Breiðablik
14
10
1
3
29
31
3Fylkir
15
9
2
4
5
29
4Þór/KA
14
8
3
3
2
27
5Selfoss
14
7
2
5
8
23
6Valur
15
6
4
5
4
22
7ÍBV
14
6
0
8
7
18
8FH
14
2
3
9
-37
9
9Afturelding
14
2
1
11
-32
7
10ÍA
14
0
1
13
-26
1

Sjá nánar á KSÍ.is

Leikir og úrslit

Selfoss - Leikjaplan

Sjá alla leiki

cartes de visite

Selfoss – Stjarnan fimmtudag klukkan 19:15

04. júlí ´12 | Máser | athugasemdir
mfl. karla-Skjálfti-Upphitanir-Upphitun

Strákarnir okkar taka á morgun á móti Bjarna Jó og silfurskeiðinni.  Liðin virðast ætla að berjast á sitthvorum staðnum í töflunni í sumar, Stjarnan ætlar sér að gera atlögu að titlinum eða í það minnsta Evrópusæti meðan við munum berjast fyrir lífi okkar og áframhaldandi veru í deild þeirra bestu.

Sagan

Liðin hafa spilað 11 sinnum innbyrðis. Stjarnan hefur unnið 5 leiki, 4 endað í jafntefli og við unnið 2. Sigurleikirnir komu báðir í bikarnum sá fyrri 1975, 8. júlí til að hafa þetta nákvæmt og það 2-0. Sá seinni var svo árið 1989 og vannst leikurinn 1-0. Jafnteflin fjögur eru svo sem ekki eftirminnileg fyrir utan fyrri leikinn 2010. Sá leikur markaði upphafið að mögnuðu “rönni” hjá Selfossi þar sem við komumst í 1-0 og töpuðum niður forystunni. Í þessum leik reyndar ólíkt þeim sem á eftir fylgdu náðum við að jafna 2-2 og þar við sat, en mörkin okkar skoruðu Jón Guðbrands(fallegasta mark ársins) og Gummi Tóta(fyrsta mark hans í Úrvalsdeild sama hvað spekúlantar á  netinu segja).

Árið 2008 voru liðin í harðri baráttu um að fylgja ÍBV upp í efstu deild.  Selfoss hafði lengi vel yfirhöndina í þeirri baráttu en gaf eftir á lokasprettinum og sérlega mikilvægur leikur í þessari baráttu var einmitt á Stjörnuvelli þar sem Hans Skelfing fór hreinlega á kostum með flautuna, rak Dusan útaf á 14 mínútu í stöðunni 1-0 og hélt svo uppteknum hætti við blásturinn. Stjarnan vann þann leik 6-1 og á endanum náðu þeir 2. sætinu með 3 stigum meira en við.

Nútíðin

Nútíminn er trunta með tóman grautarhaus. Hjartað það er hrímað því heilinn gengur laus.

Selfoss hefur verið að spila það sem ég kýs að kalla 2010 bolta. Ekki illa en ekki nógu vel til að vinna leiki. Við höfum verið akkúrat nógu góðir til þess að fá að heyra frasana “erfitt að vinna þá”  ”erfitt að brjóta” “berjast vel” og aðra álíka skemmtilega frasa.

Liðið sýndi hinsvegar í Keflavík hvað það getur. 2-0 undir og berjast til baka og ná stigi og hefðu alveg getað tekið 3. Það því miður gerðist ekki og því erum við í kjallaranum 2 stigum á undan Fram með Grindavík þar fyrir neðan.

Við vitum það öll að liðið þarf að fara að vinna leiki. Lengi hefur verið talað um stúkuna sem 12. manninn á vellinum en undanfarnir heimaleikir hafa verið álíka fjörugir í stúkunni og jarðarfarir. Vissulega hefur Skjálfti verið vant við látinn (eða bara hreinlega látinn ég veit það ekki!) en það eru um 500 manns á hverjum leik og sá sem fær bestu “hvatninguna” er yfirleitt dómaragarmurinn eða sá Selfyssingur sem gerir fyrstu mistökin. Með Stjörnunni kemur langöflugasta stuðningsmannasveitin í efstu deild, Silfurskeiðin, og hún mun jarða stúkuna okkar á morgun ef framhald verður á síðustu leikjum.

Þetta er ekki einhver fjandans sex stiga leikur eða strögglleikur þetta er bara enn einn fjandans leikurinn sem liðið þarf að vinna og mikið óskaplega er gaman að vera á vellinum þegar það gerist. Styðjum því við bakið á strákunum okkar á morgun, hvetjum þá sem gera mistök, sleppum því að aknúast útí dómarann eða aðstoðarmenn hans og einbeitum okkur að því að STYÐJA við liðið því það er það sem STUÐNINGSMENN gera.

ÁFRAM SELFOSS!

Athugasemdir

 1. Siggi segir:

  Við erum reyndar með 2 stig á Fram síðast þegar ég vissi, fengum við annars ekki örugglega stig í Keflavík?

  Thumb up 0

 2. Máser segir:

  Rétt hjá þér Siggi horfði á gamla töflu.
  Fixa þetta.

  Thumb up 0

 3. Babu segir:

  Hélt líka að það væru tvö stig fyrir jafntefli í sex stiga leik!

  Thumb up 0

 4. GK segir:

  Ég spái 2-2 jafntefli í bráðfjörugum leik. Jón Daði og Sigurður Eyberg (óvænt) með mörkin…

  Thumb up 0

 5. Dannikalli segir:

  held að þetta verði markaleikur 3-2 sigur vk#9 óli kalli jón daði

  Thumb up 0

 6. Babu segir:

  2-2 Viðar með bæði

  Thumb up 0