1. deild karla

Stöðutafla
leikirsigrjafnttöp+/-stig
1Leiknir R.
18
12
4
2
19
40
2ÍA
18
12
0
6
21
36
3Víkingur Ó.
18
10
1
7
3
31
4HK
18
8
5
5
6
29
5Þróttur R.
18
8
4
6
2
28
6KA
18
7
5
6
10
26
7Haukar
18
7
3
8
2
24
8BÍ/Bolungarvík
18
7
3
8
-8
24
9Grindavík
18
6
5
7
5
23
10Selfoss
18
6
4
8
-6
22
11KV
18
5
3
10
-9
18
12Tindastóll
18
0
3
15
-45
3

Sjá nánar á KSÍ.is

Pepsi deild kvenna

Stöðutafla
leikirsigrjafnttöp+/-stig
1Stjarnan
14
12
1
1
40
37
2Breiðablik
14
10
1
3
29
31
3Þór/KA
14
8
3
3
2
27
4Fylkir
14
8
2
4
3
26
5Selfoss
14
7
2
5
8
23
6Valur
14
6
4
4
6
22
7ÍBV
14
6
0
8
7
18
8FH
14
2
3
9
-37
9
9Afturelding
14
2
1
11
-32
7
10ÍA
14
0
1
13
-26
1

Sjá nánar á KSÍ.is

Leikir og úrslit

Selfoss - Leikjaplan

Sjá alla leiki

cartes de visite

Jafntefli í Frostaskjóli

19. júlí ´12 | Anton | athugasemdir
Fréttir-Íslandsmótið-mfl. kvenna

KR – Selfoss 1-1  í kaflaskiptum leik og 8.stigið í stigasöfnun okkar komið í hús. 3 stig hefðu verið sætari en sætt var sligið og markið í lokin (94.mín) og jafn súrt var það fyrir KR að taka ekki fyrsta sigurinn í sumar.

Áður en haldið er lengra þá er rétt að árétta að undirritaður er ekki það rólegur á svona leikjum að hafa yfirsýn yfir mínútur og gang leiksins í smáatriðum þannig að hér er bara stykklað á stóru. Svo þarf líka að vera tími til að pirrast í dómara, sötra kaffi og ræða við ofur yfirvegaða Selfoss stuðningsmenn eins og Dröfn (mömmu Írisar Sverris) sem er sú rólegasta sem ég þekki á leikjum sem þessum. Svo eru líka meira stressaðir menn eins og Pál Leó,(pabbi Franzisku) sem getur farið á miklum kostum í skoðunum sínum og stundum á límingunum einnig.

Aftur að leiknum. Byrjunarlið Selfoss var Nicole í markinu, Karen Inga, Arna Ómars, Valorie og Katrín Ýr í vörninni, Melanie og Eva á köntunnum og  Anna María, Thelma og Björg á miðjunni með Gummu frammi í 4-5-1 uppstillingu. Það var sem algert “frost” hjá okkar stelpum hvað varðar nýtingu marktækifæra í fyrri hálfleik kostaði okkur etv. sigurinn en eftir fyrri hálfleik hefði staðan hæglega getað verið 4-1 okkur í vil. KR fékk eitt færi í fyrri hálfleik sem small í stöng en annars átti Selfoss fyrri hálfleikinn og í allavega 5 skipti sluppu okkar stelpur í gegn og nýttu ekki sénsinn eitt einasta sinn. Þess fyrir utan voru all margar ragnstæður dæmdar á okkar konur. Björg kom inn og var fersk á miðjunni og Arna og Valorie voru góðar í hafsenta stöðunum. Sem sagt 0-0 í hálfleik og KR máttu vera glaðar að sleppa með það inn í búningsklefa.

Síðari hálfleikur var aftur á móti eign KR að stærstum hluta og eftir ca. 8-10 mínútur af seinni hálfleik voru þær búnar að ná forustu með laglegu skoti Önnu Garðarsdóttur sem fékk í kjölfarið 2 mjög góð færi til að auka muninn en okkar stelpur sluppu fyrir horn. Hér var nánast ekkert spil gegnum miðjuna hjá okkar liði og mikið reynt langar sendingar úr vörn og fram á Gummu eða Evu. Thelma datt niður í tempói  í síðari hálfleik og sama með Björg sem vantar greinilega leikæfingu en hún barðist mjög vel allan leikinn. Það var ekki fyrr en á 75. mínútu að Bubbi gerði tvöfalda skiptinu og Kristrún kom inn fyrir Evu og fór í bakvörð en Katrín Ýr færði sig framar. Katrín Rúnars kom inn fyrir Thelmu og fór á kantinn en Melanie færði sig innar á miðsvæðið. Við þetta jóks aðeins sá tími sem Selfoss var með boltan en ekki nein sérstök færi litu dagsins ljós fyrr en Valorie færði sig fram á miðuna fyrir Önnu Maríu sem fór í vörnina. Ekki vildi tuðran inn fyrr en Katrín Ýr „sett´ann“ með tvær röndóttar í bakinu við vítateigslínuna, snéri sér og lét vaða út við fjærstöng og verðskuldað jöfnunarmark staðreynd.

Margir jákvæðir hlutir úr þessum leik eins og endurkoma Gummu og Önnu, mjög góður fyrri háfleikur hjá Björg á miðjunni. Vörnin virkaði nokkuð traust utan 2-3 skipti í síðari hálfleik. Helst slitnaði í sundur á miðjunni í fyrri hálfleik og svo datt miðjuspilið út á löngum kafla í síðari með allt of mikið af löngum sendingum. Þóra er búinn í banni, Briet að losa sig við veikindi og Fransizka að byrja að æfa aftur þannig að við tökum bara vel á Gunna Borgþór og hans stúlkum úr Val í næsta heimaleik með enn einbeittari og glaðbeittari hóp sem hefur engu að tapa og þarf að hafa trú á sínu ágæti. Aðeins eru 3 stig í Fylki og FH (11 stig bæði) og Afturelding er líkt og við með 8 stig. KR voru að vonum svekktar í leikslok en þessi úrslit eru lítið hænuskref í átt að 1.deildinni fyrir þær og skiljanlega svekkjandi að tapa sigrinum svona í uppbótartíma.

Umfjöllun um leikinn og íslenska kvennaknattspyrnu.

Sunnlenska.is fjallaði um leikinn í gær og flottar myndir hjá www.sport.is úr leiknum en lítið sem ekkert er fjallað um leikinn að öðru leiti sem sýnir þverskurðinn af því sem kvennaíþróttir þurfa að þola af fjölmiðlum hér á landi og ekkert nýtt í þeim efnum. Fréttablaðið fjallaði að vísu vel um hinn kvennaleikinn sem var í gær en ekkert um okkar leik. Mbl.is var með smá klausu um þennan leik meða mynd úr KR – Valur. Sport.is með myndir og segja frá úrslitunum. Þá er það upptalið. Fótboltamiðlarnir 433.is og fotbolti.net sem státa siga af að fréttagetu í faginu og 433 auk sport.is eru td. með með atkvæðisrétt í vali á liðum fyrri og seinni umferðar Pepsídeildar kvenna. Þessir “sérfræði” miðlar  mættu vel taka sig á í allri umfjöllun um íslesnka kvennaknattspyrnu og fjalla minna um Iaquinta eða Serdar Tasci sem dæmi. 433.is er ekki með neitt um leikinn í Frostaskjóli og fótbolti.net hafði ekki fyrir því að fá markaskorara Selfoss áður en þeir settu inn úrslitin (eflaust tekin af urslit.net). Sunnlenska fréttablaðið og sunnlenska.is er miðill af mínu skapi og fjallar að nokkru jafnaði um kvennaliðin á suðurlandi líkt og karlasportið. Hugarfarsbreytingar er þörf til að bæta úr!

Áfram Selfoss og áfram íslensk kvennaknattspyrna.

Anton T.