1. deild karla

Stöðutafla
leikirsigrjafnttöp+/-stig
1Leiknir R.
21
13
6
2
20
45
2ÍA
21
14
0
7
22
42
3Víkingur Ó.
21
11
3
7
7
36
4Þróttur R.
21
10
4
7
6
34
5Grindavík
21
9
5
7
12
32
6HK
21
8
7
6
5
31
7KA
21
8
6
7
9
30
8Haukar
21
8
5
8
4
29
9Selfoss
21
7
5
9
-6
26
10BÍ/Bolungarvík
21
7
4
10
-10
25
11KV
21
5
3
13
-17
18
12Tindastóll
21
0
4
17
-52
4

Sjá nánar á KSÍ.is

Pepsi deild kvenna

Stöðutafla
leikirsigrjafnttöp+/-stig
1Stjarnan
16
14
1
1
44
43
2Breiðablik
16
12
1
3
34
37
3Fylkir
16
9
2
5
1
29
4Þór/KA
16
8
3
5
-4
27
5Selfoss
16
8
2
6
10
26
6ÍBV
16
8
0
8
15
24
7Valur
16
6
4
6
3
22
8FH
16
3
3
10
-39
12
9Afturelding
16
3
1
12
-30
10
10ÍA
16
0
1
15
-34
1

Sjá nánar á KSÍ.is

Leikir og úrslit

Selfoss - Leikjaplan

Sjá alla leiki

cartes de visite

Pepsi deild kvenna, upphitun fyrir ÍBV – Selfoss mánudag.

10. júní ´12 | Anton | athugasemdir
Fréttir-mfl. kvenna-Upphitun

Byrjum á smá landsliðsfréttum en Katrín Rúnarsdóttir hefur verið valin í æfingarhóp fyrir U-16 sem kemur saman 15. og 16. júní til æfinga en þjálfari er Úlfar Hinriksson. Liðið undirbýr sig fyrir Opna Norðurlandamótið sem fram fer í júlí í Noregi. 18 manna hópur verður tilkynntur í lok júni og vonum við svo sannarlega að Katrín verði þar á meðal.

Síðasti leikur, eldsnöggt þá voru þetta 3 sæt stig í “6 stiga” leik, alger rússibanaleikur sem skilaði kannski ekki sanngjörnum 3 stigum en helv… sem menn og konur voru varla að þola álagið í stúkunni í seinni hálfleik. Kjartan Björnsson búinn að labba sinn hring hring um völlin að hvetja okkar stelpur og ekki virtist það hjálpa lengi vel en á endanum voru 3 stig í hús og uppskeran sæt.

Eftir byrjun móts og 5 leiki fyrsta mánuðinn þá er ljóst eins og oft áður að spekingarnir hafa ekki alltaf rétt fyrir sér og Selfoss vissulega ofar en okkur var spáð. Það eru þó ekki komin jólin og aðeins 5 umferðir af 18 búnar en vissulega einhverjar vísbendingar sem má draga af stöðunni. Ef tekið er saman stöðu nýliða eftir 5 umferðir síðan deildin varð 10 liða, 2008 til dagsins í dag, má sjá að aðeins með einni undantekningu hafa örlög nýliða verið að falla. ÍBV afsannaði þá “reglu” síðasta sumar og vonandi tekst Selfoss liðinu það sama í ár. Einnig er markvert að Selfoss hefur byrjað næstbest nýliða skv. þessu en betur má ef duga skal.

Deildin virðist vera jafnari en oft áður og ekki víst að 15 stig, sem hingað til verið nægjanleg til áframhalndandi veru í deildinni, sé nóg til að ná 8.sæti eða ofar í ár. Þróttur R byrjaði td. svipað okkur í fyrra (1 sigur og 2 jafntefli í fyrstu 5) en fengu aðeins 4 stig úr síðustu 13 umferðunum og því þjóst að stelpunar okkar þurfa því að halda áfram að næla í stigin jafnt  og þétt út sumarið og ekki slá af í neinu tilfelli.

Varðandi skor-tölfræði úr fystu leikjunum þá er Selfoss að skora næst mest í deildinni (11) ásamt ÍBV og Þór/KA en aðeins Blikastúlkur með einu marki meira skorað(12). Á hinn vegin toppum við líka með 18 mörk fengin á okkur. Valorie O´Brian er markahæst í deildinni með 5 mörk en næst af okkar stelpum er Gumma með 2. Annars hafa 16 leikmenn komið við sögu hingað til og 6 þeirra komist á skor-listann.  Selfoss hefur fengið 0 stig út úr báðum útileikjunum en eru taplausar á heimavelli með sín 7 stig þaðan.

Hásteinsvöllur

Andstæðingurinn á mánudag (kl.18.00) er að þessu sinni spútnik lið síðasta tímabils, ÍBV með Jón Ólaf Daníelsson við stjórnvölin og hörku hóp sem ætlar sér að vera í efsta hluta deildarinnar aftur eftir 3.sæti síðasta tímabils. Vesna Smiljkovic er öllu vön hér á landi með Keflavík, Þór/KA og síðan ÍBV í fyrra. Svava Tara er með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur sem og Sóley Guðmunds, Sigríður Lára Garðars,  Kristín E. Sigurlásar, Elísa Viðars, Bryndís Lára, Berglind Björk, Anna Þórunn, Andrea Ýr og Elínborg sem allar eiga fjölda leikja með U-17, U-19 og A-landsliði okkar. Anna Þórunn kom frá Grindavík líkt og Shanek J.Gordan og Bryndís Lára í markið frá Blikum fyrir tímabilið. Julie Nelson (Írlandi) er eini “nýliðinn”í íslensku deildinni en Danka Podovac var með eyja-stúlkum í fyrra einnig og setti 13 mörk þá en Berglind Björk var markahæst þeirra með 16 stk.  Ljóst á þessari upptalningu að hér fer öflugt lið og engu til sparað hjá eyjakonum. En er andstæðingurinn óvinnanlegur? Nei, klárlega ekki, en þeim hefur gengið upp og ofan í fyrstu leikjum í ár, gengið illa að skora í á mis löngum köflum en svo detta mörkin allt í einu líkt og gegn Fylki síðast. Þær töpuðu fyrir Blikum(0-1) og FH (4-1) en unnu Val 4-2 og svo Aftureldingu og Fylki 3-0 í síðustu 2 leikjum. ÍBV er með 9 stig og í 4. sæti sem stendur og markatöluna11-7. Helsti missir þeirra eftir síðasta tímabil er að Birna Berg er ekki með þeim aftur (sleit krossbönd) í markinu en Bryndís Lára stendur þá vakt eins og áður er komið inn á.

Liðin hafa mæst 3x áður. Í bikarkeppni 1994 þar sem ÍBV vann 11-0. Þessi lið voru saman í riðli 1.deildar 2010 þar sem Selfoss vann 3-2 á Selfossi en ÍBV 6-0 í Eyjum. Þar skildu leiðir en ÍBV vann sig upp í úrvalsdeild í úrslitakeppninni en fræg viðureign við Þrótt R slökkti vonir Selfoss um það sama.  Síðan þá eru Dagný, Þóra, Gumma, Íris, Eva Lind, Kristrún Rut og Thelma ennþá í hópnum í dag.

Líkleg uppstilling og byrjunarlið.  Spái því það verði afturhvarf til 4-5-1  uppstillingar hjá Bubba og Eddu  eða 4-3-3 eftir því hvernig spilast úr uppstillingunni. Ekki vitað um meiðsli umfram Katrínu Ýr.  Markið tekur Nicole, Þóra og Franz verða í miðvarðarstöðunum, Begga í h-bakverði og tippa á Önnu Maríu í v-bakk. Í tígul-miðju verða Valorie og Melanie klárlega með Thelmu í „djúpum“ ef hún er klár. Thelma virkaði þung á sér i síðasta leik og eflaust meir en tilbúin núna og ég trúi að hún haldi sætinu áfram. Ætla að skjóta á Evu á v-kant og Katrínu Rúnars úti hægra megin, eftir góða innkomu síðast og Gummu frammi. Þær 3 síðastnefndu munu þó væntanlega rótera eitthvað stöðum eins og undanfarið, eftir því sem leikurinn spilast.  Annars hef ég sjaldnast verið með rétt byrjunarlið en treysti Bubba og Eddu fyrir þessu.

Spá:  Sleppi henni í þetta skiptið þar sem ég er ekki með góða útkomu úr fyrstu 5 leikjunum og spáði td. 1-0 síðast sem varð svo markasúpa en sigur samt! Vona samt að stelpurnar fari á Hásteinsvöll og taki stig með heim!

Að lokum að þá verður dregið í 16-liða úrlit bikarkeppni Borgunar á mánudaginn og þar verða bæði karla og kvennalið Selfoss í pottinum!

Áfram Selfoss.

Anton T.

 

Athugasemdir

  1. Tómas segir:

    Frábær upphitun hjá þér. Svo er bara að koma heim með þrjú stig stelpur.

    Thumb up 0

  2. Elvar Gunn segir:

    Glæsileg upphitun Anton. Áfram Selfoss

    Thumb up 0