1. deild karla

Stöðutafla
leikirsigrjafnttöp+/-stig
1Leiknir R.
19
12
5
2
19
41
2ÍA
19
13
0
6
22
39
3Víkingur Ó.
19
10
2
7
3
32
4Þróttur R.
19
9
4
6
6
31
5HK
19
8
5
6
5
29
6KA
19
7
6
6
10
27
7Grindavík
19
7
5
7
6
26
8Haukar
19
7
4
8
2
25
9Selfoss
19
7
4
8
-4
25
10BÍ/Bolungarvík
19
7
3
9
-9
24
11KV
19
5
3
11
-11
18
12Tindastóll
19
0
3
16
-49
3

Sjá nánar á KSÍ.is

Pepsi deild kvenna

Stöðutafla
leikirsigrjafnttöp+/-stig
1Stjarnan
14
12
1
1
40
37
2Breiðablik
14
10
1
3
29
31
3Þór/KA
14
8
3
3
2
27
4Fylkir
14
8
2
4
3
26
5Selfoss
14
7
2
5
8
23
6Valur
14
6
4
4
6
22
7ÍBV
14
6
0
8
7
18
8FH
14
2
3
9
-37
9
9Afturelding
14
2
1
11
-32
7
10ÍA
14
0
1
13
-26
1

Sjá nánar á KSÍ.is

Leikir og úrslit

Selfoss - Leikjaplan

Sjá alla leiki

cartes de visite

Sjónarmið andstæðinganna – ÍA

27. apríl ´12 | babu | athugasemdir
Fréttir-mfl. karla-Sjónarmið andstæðinganna

Vinir okkar ofan af Akranesi eru næstir í röðinni til að gefa okkur innsýn inn í sjónarmið andstæðinganna. Líklega þekkjum við Skagamenn hvað best af mótherjum okkar í efstu deild enda fóru bæði lið upp um deild á síðasta ári. Til að svara fyrir Skagamenn þetta árið fengum við sjálfan formann West Ham klúbbsins á Íslandi Sigþór B Eiríksson en hann er alfróður um sína menn í ÍA.

Síðasta tímabil frábært á Akranesi og loksins tókst að koma ÍA aftur meðal þeirra bestu, hvernig horfir síðasta ár við þér svona eftirá?
Þetta hafa verið þrjú löng ár í 1.deildinni  hjá Skagamönnum. En síðasta sumar var eftirminnilegt. Liðið lék skemmtilegan sóknarfótbolta og margir eftirminnilegir leikir og við háðum harða baráttu við ykkur Selfyssinga um efsta sætið og voru Skagamenn og Selfyssingar yfirburðarliðin í deildinni og hjá okkur var þetta langþráð takmark að komast aftur upp í efstu deild. Minnistæðir voru baráttuleikirnir við ykkur Selfyssinga í deild og bikar. Dramatískur sigur í leiknum á Skaganum þegar Mark Donninger skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á lokamínútu leiksins 2:1 og síðan ekki minni dramatík þegar Selfoss sigraði í 1.umferð í bikarkeppni KSÍ í vítapyrnukeppni.

Eru miklar breytingar fyrirséðar á hópnum milli ára (komnir/farnir) og finnst þér ÍA liðið vera sterkara nú heldur en sama tíma í fyrra?
Það er alveg ljóst að ÍA liðið er mun sterkara en í fyrra. Enda hafa öflugir leikmenn gengið til liðs við félagið. Þeir eru Jóhannes Karl Guðjónsson, Jón Vilhelm Ákason, Garðar Gunnlaugsson, Ármann Smári Björnsson og Kári Ásrælsson. Allt reynslumiklar leikmenn sem eiga örugglega eftir að styrkja liðið mikið.

Jóhannes Karl er mættur aftur á Skagan – Mynd Skessuhorn.is

Hvernig leikkerfi/bolta er Þórður allajafna að leggja upp með?
Þórður hefur verið óhræddur við að láta liðið leika sóknarbolta og gerði það með góðum árangri í fyrra sumar í 1.deildinni. En auðvitað erum við í mun erfiðari deild í sumar. Ég hef fulla trú á Þórði og held að hann muni leika sóknarleik áfram. En hann verður væntanlela varkárari og hefur styrkt varnarlínuna með þeim Ármanni Smára og Kára Ársælssyni.

Eins og staðan á hópnum er núna hverja myndir þú flokka sem algjöra lykilmenn (hryggsúluna) í ÍA liðinu?
Ég held að bretarnir Mark Donninger og Gary Martin verði mikilvægir. Þá ættu Jóhannes Karl og Ármann Smári að koma með reynsluna í liðið. Vonandi munu ungir og efnilegir leikmenn líka láta að sér kveða eins og Arnar Már Guðjónsson og Andri Adolphsson.

Hver er mesta all time legend ÍA liðsins bæði innan vallar (leikmaður) og utan vallar (stuðningsmaður) og af hverju?
Það er virkilega erfitt að svara þessari spurningu enda margir frábærir leikmenn komið af Skaganum. Fyrir nokkrum árum var gerð könnun meðal stuðningsmanna ÍA hvaða leikmann þeir teldu besta leikmann félagsins frá upphafi. Karl Þórðarson varð fyrir valinu. En auk hans var listinn langur m.a. Ríkharður Jónsson, Matthías Hallgrímsson, feðgarnir Þórður Þórðarson, Teitur Þórðarson og Ólafur Þórðarson, Pétur Pétursson, Sigurður Jónsson, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, Þórður Guðjónsson og áfram væri hægt að telja.
Það hafa í gegnum tíðina verið margir hörku stuðningsmenn Skagaliðsins.  Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sem stjórnaði fjöldasöng á áttunda áratugnum. Strákarnir í Gulum og glöðum á sínum tíma með þá  Einar Skúlason og Þorgeir Jósefsson í farabroddi. Arnór heitinn Pétursson, Sigrún Ríharðsdóttir og fleiri og fleiri

Hvaða leikmann/leikmenn sem knattspyrnuáhugamenn utan Skagans hafa ekki séð mikið til eða heyrt um sérðu fyrir þér springa út í sumar? Er eitthvað af ungum leikmönnum að skila sér upp í ár sem vert er að fylgjast með?
Ég held að hjá flestum liðunum, séu ungir og efnileg leikmenn sem eiga eftir að láta að sér kveða. En því miður þekki ég ekki nægjanlega vel til hjá öðrum hvað þetta varðar.  En hjá okkur Skagamönnum held ég að Andri Adólfsson gæti orðið öflugur.

Eins og staðan er núna, hvaða lið tippar þú á að verði í efstu þremur sætunum að tímabili loknu, hvaða lið verður spútnik liðið og hvaða tvö lið heldur þú að falli niður um deild?
Ég held að KR og FH verði í toppbarátunni og vona svo sannarlega að Skaginn verði ekki langt undan. ÍA og Selfoss verða spútníkliðin. Keflavík og Fylkir falla.

Þekkir þú eitthvað til Selfossliðsins og hverja telur þú möguleika okkar vera í sumar?
Selfoss er með nokkra öfluga leikmenn, sem gætu látið til sín taka. Viðar Örn Kjartansson, Jón Daði Böðvarsson og Joseph Tillen. Þá er Logi snjall þjálfari og á örugglega eftir að lauma inn nýjum og öflugum leikmönnum fyrir mótið.

Ef þú mættir fá tvo leikmenn Selfoss í ÍA hvaða leikmenn myndu það vera (og afhverju)?
Viðar Örn Kjartansson og Jón Daða Böðvarsson. Baráttuhundar.

Hver eru fyrstu 3 atriðin sem þér dettur í hug þegar minnst er á Selfoss?
Landbúnaður og mjólkurframleiðsla, sumarbústaðir og sumarfrí og loks kaffi Krús. Gott kaffi og fínasta meðlæti, mæli með staðnum.

Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?
Velkomnir á Skagann í sumar og sjáumst á Selfossi í lokaumferðinni í september.