1. deild karla

Stöðutafla
leikirsigrjafnttöp+/-stig
1Leiknir R.
21
13
6
2
20
45
2ÍA
21
14
0
7
22
42
3Víkingur Ó.
21
11
3
7
7
36
4Þróttur R.
21
10
4
7
6
34
5Grindavík
21
9
5
7
12
32
6HK
21
8
7
6
5
31
7KA
21
8
6
7
9
30
8Haukar
21
8
5
8
4
29
9Selfoss
21
7
5
9
-6
26
10BÍ/Bolungarvík
21
7
4
10
-10
25
11KV
21
5
3
13
-17
18
12Tindastóll
21
0
4
17
-52
4

Sjá nánar á KSÍ.is

Pepsi deild kvenna

Stöðutafla
leikirsigrjafnttöp+/-stig
1Stjarnan
16
14
1
1
44
43
2Breiðablik
16
12
1
3
34
37
3Fylkir
16
9
2
5
1
29
4Þór/KA
16
8
3
5
-4
27
5Selfoss
16
8
2
6
10
26
6ÍBV
16
8
0
8
15
24
7Valur
16
6
4
6
3
22
8FH
16
3
3
10
-39
12
9Afturelding
16
3
1
12
-30
10
10ÍA
16
0
1
15
-34
1

Sjá nánar á KSÍ.is

Leikir og úrslit

Selfoss - Leikjaplan

Sjá alla leiki

cartes de visite

Selfoss og Leiknir gerðu 3-3 jafntefli

19. apríl ´12 | Tomas | athugasemdir
Annað-mfl. karla-Umfjöllun-Undirbúningstímabil

Selfyssingar gerðu í gær 3-3 jafntefli við Leikni á grasvellinum á Eyrarbakka. Leikurinn var frekar kaflaskiptur þar sem Selfyssingar áttu hörku góðar sóknir, en duttu niður þess á milli. Nýr leikmaður Musthapa Cisse lék sinn fyrsta leik fyrir Selfoss og stóð hann sig ágætlega, skoraði mark og lagði upp eitt. Nokkrir leikmenn Selfyssinga voru ekki með í leiknum vegna meiðsla, sem þó eru ekki alvarleg í neinu tilvika. Þá sem vantaði í gær voru Jón Daði, Viðar Örn, Endre, Robert Sandnes, Siggi Eyberg og Jóhann Ólafur. Auk þess fór þeir Stefán Ragnar og Jon Andri meiddir útaf.

Byrjunarlið Selfoss í leiknum var eftirfarandi: Ismet, Ingvi Óskars, Stefán Ragnar, Ivar, Andri Freyr, Babacar, Ingó Tóta, Jon Andri, Tommi Leifs, Joe Tillen og Cisse.

Leiknismenn skoruð úr sinni fyrstu sókn, er þeir spiluðu sig skemmtilega í gegnum vörn Selfyssinga og sóknarmaður þeirra kláraði færi sitt snyrtilega. Selfyssingar vöknuðu við þetta og áttu nokkrar hættulegar sóknir. Babacar fann Joe Tillen í frábæru þverhlaupi, en Joe virtist tekin niður inn í teig og vildi fá víti, en fékk ekki. Stuttu seinna átti Tommi Leifs gott skot sem fór framhjá.

Joe Tillen átti svo nokkrar hættulegar hornspyrnur og úr einni þeirra var bjargað á línu frá Ivari. Jon Andri fékk svo gott færi eftir flottan undirbúning frá Joe, Ingó og Cisse, en Jon Andri var óheppin með skot sitt. Sókn Selfyssinga þyngdist jafnt og þétt og að lokum varð eitthvað undan að láta. Ingvi Óskars stal boltanum af Leiknismanni og kom honum strax á Tomma Leifs sem fór upp kantinn setti boltann út á Ingó Tóta sem skaut fyrir utan teig og boltinn hafnaði í netinu með smá viðkomu í varnarmanni.

Nokkrum mínútum seinna stakk Cisse inn á Jon Andra sem kláraði færi sitt af mikilli yfirvegun og fagmennsku. Staðan því orðin 2-1. Úr síðustu spyrnu hálfleiksins jöfnuðu svo Leiknismenn leikinn. Aukaspyrna rétt fyrir utan teig fór í gegnum varnarvegginn og í netið.

Í hálfleik komu þeir Óli Kalli og Abdoulaye inn fyrir Joe Tillen og Tomma Leifs. Senegalinn Abdoulaye var ekki lengi að koma sér í færi, en skot hans var vel varið. Cisse lagði svo upp færi fyrir Jon Andra, en markmaður Leiknis varði í horn. Eftir tíu mínútur af seinni lagði Abdoulaye boltann snyrtilega inn á Cisse sem einn gegn markmanni skoraði flott mark og kom Selfyssingum yfir 3-2.

Stefán Ragnar fór svo meiddur útaf og inn kom Tommi Leifs og Babacar fór niður í miðvörð. Jon Andri fór svo meiddur af velli og inn kom Ingvi Rafn. Cisse fór svo út fyrir Magga. Leiknismenn fengu svo mjög umdeilda vítaspyrnu þegar stutt var eftir og jöfnuðu leikinn 3-3. Óli Kalli átti svo gott skot eftir undirbúning frá Magga. En undir lok leiksins fengu Leiknismenn nokkur mjög góð færi til að gera út um leikinn en tókst það ekki.

Síðasti leikur fyrir Íslandsmót verður gegn ÍR og fer hann fram á Eyrarbakkavelli fimmtudaginn 26. apríl. En eftir leik verður pub quis og leikmannakynning á Hvíta húsinu, þannig að fólk er sérstaklega beðið að taka daginn frá.